Divastars

Danmerkurförin
2002-07-24 18:54:13 (UTC)

Síðasta helgi

Fimmtudagurinn 18. júlí

Hittum Yngva og strákana á stað sem heitir Luftkastelen.
Mjög flottur staður, svolítið sérstakur, svona
strandarfílingur, sandur á gólfinu og stólarnir eins og
sólstólar. Vorum þar í smá stund, ætluðum svo á stað sem
heitir Vega en hann var lokaður. Fórum þá á stað sem heitir
Papa hotel. Rosalega töff staður, húsið er gömul verksmiðja
þannig að þetta var eins og að vera í stóru partýi, fullt
af herbergum með mismunandi tónlist. Fórnarlambið og Voffy
fóru svo beint í vinnuna af djamminu, hræðileg lífsreynsla
sem verður ekki endurtekin. Chilli-queen hringdi sig inn
veika. Skemmtilegt kvöld með frábæru fólki.

Föstudagurinn 19. júlí

Dagurinn fór mest allur í það að ná upp svefni, sem kom sér
vel því kvöldið átti eftir að enda með djammm. Fórum í
partý til Evu og Silju. Þar var risastór hvít og gul slanga
sem vakti mikla lukku, sérstaklega hjá Handymanninum
okkar ;) Fórum svo á strikið og enduðum auðvitað á moose
bar. Undrahárbandið leit dagsins ljós er við fórum í sund :)

Laugardagurinn 20. júlí

Fórum í grillveislu hjá Inga. Hittum þar fullt af
íslendingum sem voru, já, mismunandi skemmtilegir. Sóleyin
okkar saklausa fékk smá smell á bossan og var þá nóg boðið
og dreif sig heim. Leiðin lá svo á Australian bar þar sem
íslenska karlmennskan braust fram í slagsmálum við
dyraverðina. Löggan kom og gerði ekkert þannig að voffy
litla og fórnarlambið stungu af og hittu völu og Yngva á
sterio bar. Fórum svo til Kirstians og vorum þar eitthvað
að chilla. Mikkel keyrði okkur síðan heim og sýndi okkur um
kaupmannahöfn.


Ad:0