Divastars

Danmerkurförin
Ad 2:
Try a free new dating site? Wiex dating
2002-07-17 11:08:45 (UTC)

Byrjar nú ballið

Jæja, tvær heilar vikur búnar hér í danmörku. Ferðin
byrjaði mjög vel, hjólin komust í heilu lagi eftir að hafa
verið pakkað inn í rándýra plastpoka (sem sumir voru ekkert
of sáttir við að kaupa). Eitt skyggði þó á komur okkar til
Danmerkur, eða kannski tvennt, en það var sólarleysi og
leigubílstjóri dauðans sem Sóleyin okkar mun seint gleyma!
En á endanum komumst við á kollegið þar sem Sigurður tók á
móti okkur og fylgdi á gestaherbergið þar sem við áttum
eftir að eyða næstu tveimur dögum. Strax fyrsta kvöldið
kynntumst við frábærum íslenskum krökkum sem voru svo næs
að sýna okkur djammhliðar köben á Sam's bar. Daginn eftir
tókum við strætó á flugvöllinn og hjóluðum heim! Um kvöldið
fórum við svo á MEGA djamm þar sem mikið var dansað og
kúrað með "Klinki" (1 prik fyrir freydísi ;) Svo morgunin
eftir kom ung stúlka af skosku kyni sem vakti okkur allar
af þunnum blundi með kassa DAUÐANS!
Seinna þennan dag fengum við svo íbúðina góðu (og dýru!)
Strax annan daginn í íbúðinni fengum við gesti til okkar,
alveg hreint yndislega drengi sem áttu eftir að skemmta
okkur svo mjög mikið!!!! Þetta voru þeir Brendan, Simmi og
Andri. Þeir gistu hjá okkur í 3 frábærar nætur og munum við
seint gleyma þessum tíma sem þeir voru hjá okkur. Reyndar
þökkuðu þeir fyrir sig á fremur sérstakan hátt, eða með því
að STELA LYKLUNUM OKKAR! En þeim var alveg fyrirgefið þegar
í pósthólfið okkar kom umslag með lyklunum og sætasta
afsökunar/þakkarbréfi EVER!
Við vorum þó ekki einar lengi, því næsta dag komu þeir
Levi's Gabbana og mr. helgibjörnsson (aka Siggi og Björn
Halldór), Þeir voru hjá okkur í 5 frábærar nætur. Á
endanum "rushuðu" þeir sér svo heim og skildu okkur eftir
alveg ALEINAR :(

En svo á endanum tók alvaran við, við fengum allar danska
kennitölu, ein af okkur komst að því að hún er ættleidd frá
kólumbíu og heitir í raun Shakira ;) og stofnuðum svo
danska bankareikninga og hittum svo hana Anitu. Daginn
eftir vöknuðum við svo allar klukkan 5 um morguninn og
fórum í vinnuna. Það var mjög fínt sérstaklega þar sem að
við fórum svo strax allar í helgarfrí :) En núna erum við
svo búnar að vinna í 4 daga, orðnar soldið þreyttar ( eins
og stendur er ég sú eina sem er vakandi af okkur fjórum).


En látum þetta gott heita í bili, strikið bíður eftir okkur
með fullt af útsölum!

Skrifum meira á morun

Kærlig hilsen,

Diva Stars


Ad:0
yX Media - Monetize your website traffic with us